Einkakennarinn

Ef þig vantar einkakennara í íslensku er ég kannski kennarinn sem þú ert að leita að.

Ef þú ert nemandi í íslensku í grunn- eða framhaldsskóla eða ert að læra íslensku sem annað mál og vantar stuðning eða kennslu þá get ég orðið að liði.

Þú getur lesið um kennsluferilinn minn og menntun á þessari síðu. Þú getur líka haft samband ef þú vilt fá frekari upplýsingar og komist að því hvort við getum unnið saman að því að þú náir markmiðum þínum í íslenskunáminu þínu.

Rakel í nærmynd

Áherslur sniðnar að nemendum

Framhaldið er auðvitað háð því hvernig kennslu þú ert að leita eftir. Fleiri þættir skipta máli eins og

 • á hvaða aldri þú ert
 • hvort þú ert í grunn- eða framhaldskóla
 • hvort íslenskan er móðurmál þitt eða annað mál

Ef þig vantar einkakennara hefur þú væntanlega skýra mynd af því hvað það er sem þú vilt að hann kenni þér. Hér eru dæmi um áherslur

fullorðinn

tal og framburður
lestur og skilningur
ritun og stafsetning
málfræði

framhaldsskóla-
nemandi

ritgerðarvinna
bókmennta- og ljóðatúlkun
málfræði og stafsetning
undirbúningur undir áfangapróf

grunnskóla-
nemandi

orðaforði og málfar
ritun og stafsetning
undirbúningur undir samræmt próf

Tíminn

Miðað er við að hver kennslustund sé ekki lengri en ein klukkustund. Ekki er farið fram á að þú kaupir einhvern lágmarkstímafjölda í upphafi. Tímafjöldinn er háður því hvaða markmiðum þú ætlar að ná með kennslunni.

Staðsetningin

Ég bý í Grafarvogi og hef aðstöðu til að kenna heima hjá mér. Sexan stoppar rétt hjá heimili mínu.

Í sumum tilvikum kemur til greina að kenna á heimili nemenda en það er dýrara.

 • Ef vegalengdin býður upp á það
 • Ef fleiri en einn kaupa tíma saman
 • Ef nemandi/-ur eru yngri en 16 ára

Skemmtileg leið til að læra og kenna íslensku sem annað mál er að vera í aðstæðum sem reynir á að nemandinn tali íslensku. Sem dæmi má nefna kaffihús eða apótek. Þeir sem eru komnir lengra í íslenskunáminu og vilja auka skilning sinn og færni í íslenskri málfræði geta valið

 • staðarnám
 • dreifnám
 • fjarnám

Dreifnám er blanda af staðar- og fjarnámi. Í staðarnámi hittast kennari og nemandi þar sem kennslan fer fram en fjarnám fer allt fram á Netinu. Fjarnám fer fram í gegnum fjarfundarbúnað eins og Teams.

Námsefnið

Námsefnið fer eftir því um hvaða kennslu er að ræða.

Grunn- og framhaldsskólanemar sækjast væntanlega eftir því að fá stuðning í því kennsluefni sem þeir eru með frá sínum skóla. Það er hægt að

 • halda sig við það eingöngu
 • bæta við það spurningum og verkefnum
 • byggja eingöngu á ítarefni

Fullorðnir sem sækjast eftir kennslu í íslensku sem öðru máli geta fengið kennslu og/eða leiðbeingingar í efni sem þeir leggja til sjálfir eða óskað eftir ábendingum um efni.

Verð

Grunnverð fyrir stakan tíma er 9.000,-. Veittur er afsláttur ef 10 tímar eða fleiri eru keyptir í einu. Verðið miðast við staðarnám fyrir einn einstakling sem fer fram á heimili kennarans.

Þetta eru atriði sem geta haft áhrif á verðið:

 • hvort um staðar- eða fjarnám er að ræða
 • hversu margir tímar eru keyptir
 • hvar kennslan fer fram
 • hvort fleiri en einn kaupa kennsluna saman

Tímarnir eru að jafnaði greiddir fyrirfram. Þeir sem eiga rétt á námsstyrk frá sínu stéttarfélagi fá reikning til að leggja fram með umsókn um slíkt.

Uppfært 22. ágúst 2021