Framhaldsskólinn

Ég er með 20 ára starfsreynslu sem íslenskukennari. Þar af 14 ár sem íslenskukennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Ég fékk starfsleyfi sem framhaldsskólakennari vorið 1995. Haustið eftir hófst íslenskukennaraferillinn við Verkmenntaskólann á Akureyri. Þar kenndi ég

  • alla almenna íslenskuáfanga
  • valáfanga í íslensku
  • tjáningu
  • ÍSA-áfanga
Verkmenntaskólinn á Akureyr
Verkmenntaskólinn á Akureyri

Ég kenndi við VMA í 14 ár. Auk almennrar kennslu aflaði ég mér töluverðrar reynslu í kennslu í fjarnámi og á námskeiðum í fullorðinsfræðslu.

Heimasíða VMA

Sumarskóli FB

Haustönnina 2010 var ég afleysingarkennari í almennum íslenskuáföngum og einum ÍSA-áfanga við Menntaskólann í Kópavogi. Heimasíða MK

Frá vorinu 2011 hef ég verið kennari við Sumarskóla FB. Þar hef ég kennt

  • ÍSL 330 (íslenskar fornbókmenntir)
  • ÍSL 403 (bókmenntir frá 1550-1900)
  • ÍSL 503 (bókmenntir frá 1900-2000)

Sumarskólinn stendur í fjórar vikur en nám og kennsla samsvarar hefðbundnum vor- og haustönnum í framhaldsskóla. Forsíða Sumarskólans

Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
Fjölbrautarskólinn í Breiðholti