Gagnvirk verkefni

Vorið 2016 byrjaði ég að skoða opinn kennsluhugbúnað sem er aðgengilegur og auðveldur í notkun bæði fyrir kennara og nemendur. Sumarið 2017 fékk ég styrk frá Fæðslusjóði framhaldsfræðslunnar til að vinna þetta lengra. Skilyrði fyrir styrknum er að skila einhverri afurð sem fleiri geta nýtt sér.

Niðurstaðan varð sú að hafa það sem er á Kahoot! og Quizlet opið öllum. Æfingarnar eru miðaðar við þær áherslur sem eru í byrjendakennslu fyrir fullorðna en þær nýtast líka yngri nemendum.

Hér eru slóðir inn á efnið á Quizlet og Kahoot! auk þess bendi ég á tilraunaflokkun á Quizlet-æfingunum inni á Pinterest. Hér fyrir neðan eru krækjur á yfirlit á pdf-formi yfir æfingarnar sem eru tilbúnar.

Þeir sem vilja frekari upplýsingar um efnið og notkun þess lesa lengra.

Quizlet

Ég hef sett töluvert af efni inn á quizlet.com og skipt því niður á 10 námskeið. Þú getur skoðað þetta efni ef þú fylgir þessari slóð inn á Quizlet.

Áðurnefndur styrkur var nýttur til að ljúka við námskeiðin: Íslenskunáman 1 og – 2. Margar æfingarnar eru talsettar og efnið er flokkað inni í stigunum eftir orðflokkum og þyngdarstigi.

Sagnorðaæfingar hafa til dæmis bókstafinn AA og eru líka tölusettar. AA1 ætti að vera léttari en til dæmis AA10 og svo framvegis. Hér að neðan er dæmi um flokkun nafnorða.

Myndin sýnir dæmi um röð nafnorðaæfinga fyrir stig 2

Quizlet kemur mjög vel út í viðbótinni fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Til að hlaða henni niður þarf að skrá þig á Quizlet . Það er hins vegar hægt að gera æfingarnar í tölvu án innskráningar.

Quizlet býður upp á margar aðferðir. Hér hefur verið merkt við þær sem ég mæli með

Æfingarnar inni á Quizlet henta bæði í tímum og til að setja þær fyrir heima. Ég mæli með Learn, Match, Flashcard og Test fyrir nemendur. Það er líka hægt að prenta út það sem heitir Test. Í tímum mæli ég með Live en það krefst þess að minnsta kosti fjórir nemendur taki þátt.

Kahoot!

Ég hef líka búið til æfingar fyrir nemendur sem eru að læra íslensku sem annað mál inni á getkahoot.com. Þær sem ég er búin að opna eru ætlaðar nemendum frá 1. til 4. stigs.

Ef þú ert á Kahoot! getur þú fundið þetta efni með því að fara í leitina þar og slá inn: rakel61. Þú getur líka skoðað efnið með því að fylgja þessari slóð. Ef þú vilt eingöngu finna efni fyrir tiltekið stig þá slærðu inn #Íslenskunáman og númerið á stiginu, sem þú ert að leita að, aftast.

Á fjólubláa fletinum koma leitarorðin fram fyrir hvert stig inni á Kahoot!

Kahoot! er hægt að spila jafnt í tölvum og snjalltækjum. Til að spila í tölvu er farið inn á kahoot.it en í snjalltækjum er best að hlaða niður appinu.

Það er hægt að nota æfingarnar inni á Kahoot! sem skyndipróf en líka í tímakennslu. Hugbúnaðurinn býður upp á það sem er kallað Challenge sem þýðir að það er hægt að setja æfingarnar fyrir sem heimaverkefni.

Uppfært 5. apríl 2020.

2 athugasemdir við “Gagnvirk verkefni

  1. Sæl og takk fyrir gott erindi á málþingi Ísbrúar fyrir skömmu. Mér fannst mjög góðar leiðbeiningar/hugmyndir um notkun spilsins á glærunum þínum. Mig minnir að þú hafir ætlað að setja þær inn á heimasíðuna en ég finn þær ekki. Er einhver möguleiki að fá þessar glærur. Við eigum spilið hér í skólanum.
    Kveðja
    Hjördís Hjartar.

    Líkað af 1 einstaklingur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s