Grunnskólinn

Upphaf kennsluferilsins má rekja aftur til ársins 1984 en þá kenndi ég einn vetur við grunnskólann á Dalvík.

Dalvíkurskóli

Skólaárið 1984-1985 var ég bekkjarkennari í 6. bekk. Auk þess kenndi ég eftirtaldar greinar:

  • dönsku í 5. bekk
  • dönsku og ensku í báðum 6. bekkjardeildum skólans
  • tvö valfög í 10. bekk

Valfögin sem ég kenndi voru þýska og vélritun.

Heimasíða Dalvíkurskóla

Austurbæjarskóli

Skólaárið 2014-2015 var ég forfallakennari við Austurbæjarskóla. Ég kenndi einkum í yngri bekkjum skólans.

Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli í Reykjavík

Það var mjög forvitnileg reynsla að vera forfallakennari. Yfirleitt fær kennarinn upphringingu að morgni og á að vera mættur til kennslu um það bil klukktíma síðar. Það er því enginn tími til undirbúnings heldur stekkur hann inn í það sem honum er sett fyrir.

Óvæntustu aðstæðurnar sem ég lenti í voru að kenna leikfimi í tveimur bekkjum. Það kom mér mest á óvart að 7. bekkur vildi frekar fara í leikfimi heldur en leysa netverkefni sem ég bauð upp á í staðinn fyrir leikfimina.

Heimasíða Austurbæjarskóla