Kennsluferill

Ég byrjaði að kenna árið 1984 en svo kom rúmlega 10 ára hlé þar sem ég lauk meðal annars kennsluréttindanámi í íslensku frá Háskóla Íslands. Svona lítur rúmlega 20 ára kennsluferill minn út

  • einkakennsla í íslensku frá haustinu 2016
  • kennsla í íslensku sem öðru máli frá skólaárinu 1998
  • íslenskukennsla í bókmenntaáföngum við Sumarskóla FB frá sumrinu 2011
  • afleysingarkennsla í yngri bekkjum Austurbæjarskóla (2014-2015)
  • íslenskukennsla í framhaldsskóla (1995-2010)
  • stundakennsla við Háskólann á Akureyri (1998-2008)
  • bekkjar- og tungumálakennsla við Grunnskólann á Dalvík (1984-1985)

Í dag kenni ég íslensku sem annað mál hjá Mími símenntun. Auk þess að kenna í staðarnámi hef ég kennt íslensku á 4. og 5. stigi í fjarnámi. Það var nýr valkostur hjá Mími sem náði frá haustinu 2016 fram til haustisins 2017.

Nánari upplýsingar um kennsluferilinn:

Skrautlína

Uppfært 20. febrúar 2019