Myndorðaspjöldin

Þessi vara er uppseld og ekki von á henni í bráð. Velkomið að senda fyrirspurn á höfundinn.

Myndorðaspjöldin komu út í lok nóvember 2017 með styrk Fræðslusjóðs atvinnulífsins.

Nafnorða- og sagnorðaspjöldin eru gott námstæki til að brúa tungumálabilið á milli kennara og nemenda

Myndorðaspjöldin eru 720; 306 sagnorð og 414 nafnorð. Þeim er skipt niður í níu beygingarflokka; sagnorðunum í þrjá og nafnorðunum í sex. Hver flokkur á sína öskju. Aftan á öskjunum er beyging hvers flokks sýnd.

Í íslenskri málfræði eru þó nokkrar undantekningar og þar af leiðandi er beyging viðkomandi orðs sýnd á bakhlið þess. Orðin sem skera sig frá meginreglu þess beygingarflokks sem þau tilheyra eru stjörnumerkt.

Myndorðaspjöldin nýtast meðal annars til að byggja upp orðaforða og æfa setningagerð

Sagnorðaspjöldin hafa hvíta framhlið og eru svolítið minni en nafnorðaspjöldin. Nafnorðin hafa mismunandi lit eftir kyni:

  • karlkynið er blátt
  • kvenkynið bleikt
  • hvorugkynið gult

Auk askjanna níu er leiðbeiningarbæklingur í kassanum. Frekari kennsluleiðbeiningar er að finna hér á síðunni undir Sagnorð og Nafnorð. Þar eru skrifleg verkefni á pdf-formi sem má prenta út og svo kennsluhugmyndir. Rétt er að taka það fram að kassinn er ætlaður kennurum og skólum. Ekki er útilokað að síðar eigi eftir að koma út sambærilegt efni fyrir nemendur.

Fjölmiðlaumfjöllun um myndorðaspjöldin:
Útdráttur á mbl.is úr prentútgáfu Morgunblaðsins fimmtudaginn 4. janúar 2018
Viðtal Í bítinu á Bylgunni mánudaginn 8. janúar 2018

Önnur prentun

5. febrúar 2018. Myndorðaspjöldin hlutu mörgum sinnum jákvæðari viðtökur en höfundur hafði búið sig undir. Fyrsta upplagið var ekki stórt eða um 70 kassar sem seldust upp á þremur sólarhringum. Pantanirnar streymdu inn þannig að höfundur fann sig knúinn til að ráðast í aðra prentun í hvelli.

Sending í undirbúningi 4. febrúar 2018

Upphaflega var gert ráð fyrir að einhver þróunarvinna færi fram á milli fyrstu og annarrar prentunar. Auk þess sem tilboða í prentun myndorðaspjaldanna og umbúðanna utan um þau yrði leitað víðar. Ekki reyndist unnt að láta verða af því.

Kassanum var reyndar breytt lítillega í þeim tilgangi að ná prentunar- og frágangskostnaðinum hjá núverandi prentunaraðila eitthvað niður. Í stað askjanna sem halda utan um hvern beygingarflokk er spjöldunum skipt niður í hólf með skilrúmum. Eins er lokið áfast kassanum.


Uppfært 16. október 2020

4 athugasemdir við “Myndorðaspjöldin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s