Námsefni

Á löngum kensluferli hefur mikið af kennsluefni orðið til. Á undanförnum fjórum árum hef ég unnið að því að deila einhverju af því með þeim sem kenna íslensku sem annað mál udnir merkjum Íslenskunámunnar.

Á þessum tíma hefur verkefnið hlotið þrjá styrki. Tvo til nýsköpunar í framhaldsfræðslu úr Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar og einn til vöruþróunar úr styrktarsjóði Atvinnumála kvenna. Verkefnin sem hafa hlotið styrk eru:

  • myndorðaspjöld (2015)
  • gagnvirk verkefni (2017)
  • samtalsspjöld (2018)
  • þemaskipt nafnorðaspjöld (2019)

Myndorðaspjöldin voru tvö ár í vinnslu og þróun áður en þau voru sett í prentun. Í prentferlinu tóku þau enn nokkrum breytingum. Verði af þriðju prentun er líklegt að þau taki enn einhverjum breytingum.

kasinni

Skriflegar æfingar er að finna hér á síðunni og hægt að prenta út og vinna með notkun myndorðaspjaldanna. Auk verkefnanna eru kennsluhugmyndir/-leiðbeiningar er ætlað að nýtast með spjöldunum.

Kennsluleiðbeiningarnar byggja á því sem ég hef sjálf gert með myndorðaspjöldunum. Þær gefa meðal annars dæmi um það hvernig má nota þau með nemendum til að búa til setningar þar sem eftirtalin atriði eru æfð:

  • nútíð sagna
  • þátíð sagna
  • nafnorð í þolfalli (með eða án greinis)
  • nafnorð í þágufalli (með eða án greinis)
  • nafnorð í eignarfalli (með eða án greinis)

Myndorðaspjöldin innihalda eingöngu sagnorð og nafnorð en hér á síðunni er líka vísir að verkefnabanka með æfingum í tölum. Ekki er útilokað að það eigi eftir að bætast eitthvað við.

Að lokum eru það gagnvirku verkefnin sem verða í vinnslu fram til haustsins 2019. Meginmarkmiðið með þeirri vinnu er að búa til æfingar í íslensku sem öðru máli í opnum hugbúnaði sem og finna út hver þeirra nýtist nemendum og kennurum best.

Samtalsspjöldin eru væntanleg úr prentun á næstu dögum. Þemaskiptu myndorðaspjöldin eru í þróun og vinnslu og koma ekki út fyrr en á árinu 2021.

Uppfært 2. október 2019

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s