Önnur kennsla

Kennaraferillinn er orðinn fjölbreyttur þar sem ég hef kennt á öllum skólastigum nema leikskóla. Mest hef ég kennt í staðarnámi en hef þó nokkra reynslu af fjarkennslu. Ég kenndi líka einu sinni í dreifnámi.

Þráðurinn í fjarnáminu var tekinn upp aftur haustið 2016 og var kennt í gegnum  Moodle. Einnu sinni í viku var haldinn símafundur í gegnum hugbúnaðinn BigBlueButton. Hann liggur nú niðri en hver veit nema hann verði tekinn upp aftur.

Þegar ég kenndi við Háskólann á Akureyri kynntist ég því að kenna í gegnum fjarfundabúnað. Þar var ég með staðarnemendur og  svo fjarnemendur í umræðutíma þar sem allir þurftu að taka til máls og kynna greinar sem þeir höfðu lesið. Fjarnemendurinir voru staddir í skólastofu annars vegar á Ísafirði og hins vegar Egilsstöðum, .

Háskólinn á Akureyri

Frá 1998 til 2008 var ég stundakennari við Háskólann á Akureyri. Nemendahóparnir voru tveir

  • hjúkrunarfræðinemar á lokaári
  • leikskólakennaranemar

Hjúkrunarfræðinemarnir lærðu um ritun tímaritsgreina. Tilgangurinn var að kenna þeim frágang fræðslugreina til birtingar í Tímariti hjúkrunarfræðinema.

Leikskólakennaranemunum kenndi ég aðeins eitt ár. Það var barnabókmenntakúrs.

Heimasíða Háskólans á Akureyri

Einkakennsla

Haustið 2016 hófst einkakennaraferillinn. Tilefnið var að það vantar einkakennara fyrir nemendur í íslensku sem öðru máli. Það vantar líka stuðningskennara fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur. Langur kennaraferill og reynsla af fjölbreyttri kennslu nýtist ábyggilega vel til að mæta mismunandi þörfum og kröfum þeirra sem þurfa á einkakennslu að halda.

Verkefnin hingað til eru nokkur og skemmtilega fjölbreytt:

  • Kennsla, stöðumat og ráðgjöf fyrir systkinahóp sem á íslenska foreldra en fjölskyldan er búsett í Bretlandi. Systkinin voru á aldrinum 7 til 15 ára.
  • Einkakennsla í íslensku sem öðru máli fyrir fullorðna frá mismunandi heimshornum og á mismunandi stigum í íslensku sem öðru máli.
  • Undirbúningskennsla íslenskumælandi stúdentsefnis fyrir lokapróf í ÍSL403 og 503 (gömlu heitin).
  • Undirbúningskennsla tveggja íslenskumælandi nemenda í 9. bekk fyrir samræmt próf í íslensku.

Systkinahópnum kenndi ég á þeirra heimili á meðan þau voru á Íslandi í leyfi. Í hinum tilvikunum hafa nemendur oftast komið til mín. Í þessum verkefum hefur verið miðað við 45 mínútna til klukkustundarkennslu. Innihaldið miðast við óskir og þarfir hvers nemanda.

Skrautlína

Uppfært 20. febrúar 2019