Persónan

Mér þykir mjög vænt um tungumálið mitt og er búin að kenna það í rúm 20 ár. Ég á samt fleiri hliðar.

Ég á tvær dætur sem eru báðar komnar yfir þrítugt. Ég á ömmugutta sem er í grunnskóla.

Mér finnst gaman að lesa bækur og ferðast. Ég hef ferðast mjög mikið um Ísland en minna utanlands. Ég hef þó komið til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Bretlands og Kanarí og kíkt við í Færeyjum og Þýskalandi.

Mér finnst gott að vera með dætrum mínum og ömmubarninu. Ég vildi hafa meiri tíma til að rækta sambandið við vinkonur mínar en sumar þeirra eru ekki minna uppteknar en ég þykist vera.

Mín stærsta ástríða er menntun og mér finnst gaman að læra og kenna. Núna er ég í mastersnámi í upplýsingafræði og þekkingarmiðlun en ég hef líka áhuga á sögu, mannfræði, fjölmiðlun og stjórnmálum.

Ég elska hesta og kattardýr. Þegar ég var yngri var ég á hestum með pabba en eftir að hann lést hefur ekki verið tækifæri til að sinna því áhugamáli. Ég hef alltaf ætlað að gera meira af því að hjóla, synda og ganga á íslensk fjöll en það hefur orðið út undan.

Ég tók þátt í íþróttum þegar ég var í grunnskóla og keppti á sundmótum. Hæsta fjallið sem ég hef klifið er Snæfell en ég hef ekki enn þá komist á toppinn.

Smelltu á mynd ef þú vilt skoða þær í fullri stærð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s