Tölur

Töluorðin reynast mörgum, sem eru að læra íslensku sem annað mál, afar erfið. Erfiðastar eru tölurnar frá einum og upp í fjóra. Hér er ein æfing sem ég hef notað á 1. stigi. Æfingin miðast við að tveir vinni saman í hóp. Annar spyr um verð og hinn svarar.

Hvað kostar þetta?

Það má líka nota tækifærið og láta nemendur gera æfinguna tvisvar en í seinna skiptið æfa nemendur persónufornöfnin í stað þess að endurtaka heitið á hlutnum sem er spurt um verðið á.

Uppfært 20. nóvember 2017